148. löggjafarþing — 44. fundur,  23. mars 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[15:27]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Gunnari Braga fyrir að draga fram fleiri atriði sem valdið geta miklum vandkvæðum við kosningarnar. Þetta eru allt mjög góðar spurningar og ég tek undir þær allar. Það er bara spurning um hvort ég eða hv. þingmaður getum sannfært aðra í þessum þingsal um að bíða aðeins með þetta. Ég hef efasemdir um það miðað við hvernig málflutningurinn hefur verið. Ég hef áhyggjur af því og áhyggjur mínar hafa vaxið því meira sem ég kynni mér þetta og því meira sem ég hlusta á aðra. Ég held að við séum hugsanlega á vegferð sem við sjáum ekki fyrir hörmungarnar, því miður.