148. löggjafarþing — 44. fundur,  23. mars 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[16:39]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það væri að sjálfsögðu mjög eðlilegt að sá sem er að fara að kjósa — setjum upp dæmi, sem er kannski frekar ólíklegt, að hv. þm. Brynjar Níelsson væri nú í framboði og ég væri að hugsa um að kjósa hann. Ekki það að hv. þm. Brynjar Níelsson er glæsilegur maður og góður, en ég er ekki viss um að skoðanir okkar fari alveg saman. Jú, 16 ára gæti ég mögulega kosið kallinn, en ég mætti hins vegar ekki vera á framboðslista með honum. Ég gæti ekki kosið sjálfan mig 16 ára, en ég get kosið einhvern allt annan. Þetta er eins og þegar menn bjóða sig fram, það gerðist reyndar einu sinni … (Gripið fram í: Forseta?) — Reyndar. Það er ágætt dæmi sem full þörf er á að velta fyrir sér og ræða. Það bætir samt ekki þetta mál, að Gunnar Bragi er 16 ára gamall og langar í framboð en má ekki fara í framboð, en hann má samt kjósa einhvern, (Forseti hringir.) hann getur ekki kosið sjálfan sig, má ekki vera á lista — það þurfum við (Forseti hringir.) að ræða.