148. löggjafarþing — 44. fundur,  23. mars 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[17:45]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir þetta svar. Það hefur þá verið misskilningur hjá mér með sveitarstjórnarhliðina. Það kom vel fram núna.

Þingmaðurinn kom inn á það í ræðu sinni að fáir tóku til máls við 1. umr. Ég er einn af þeim sem tóku til máls og var impóneraður, afsakið, þótti mikið til þessarar tillögu koma þá, en svo fór ég að skoða málið betur. Ég er í raun og veru alveg á því að 16 ára börn eigi að fá kosningarrétt, en þegar ég er búinn að kanna málið betur finnst mér þetta allt of knappur tími, alveg eins og segir í umsögnunum. Ég held að ég hafi ekki verið við 2. umr., en það er mjög einkennilegt að þar hafi fækkað hratt á mælendaskránni.

Telur þingmaðurinn að svona mikill áhugi sem hafi verið sýndur í umræðunni í gær segi okkur eitthvað um málið sem slíkt? Segir það kannski að áhuginn hafi verið meiri undir niðri en í fyrstu sýndist?