148. löggjafarþing — 44. fundur,  23. mars 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[18:22]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Bergþóri Ólasyni fyrir hans andsvör. Ákall eða ekki ákall. Maður heyrir ýmislegt. Ég heyrði t.d. áðan að það hefðu eiginlega allir sem hringdu inn á Bylgjuna verið á móti því að kosningaaldur yrði lækkaður. Ég var nú ekki hlustandi en tek það svo sem trúanlegt. Kannski er þetta bara algerlega bundið við einhvern hóp í þingsalnum. Ég skal ekki segja. En ég hef haft þá lífsskoðun að treysta fólki fyrir því að taka ákvarðanir fyrir sig sjálft. 16 ára og 17 ára geta þurft að gera ýmislegt strax þá, t.d. fá þau bílpróf 17 ára og við treystum þeim til þess. Við treystum þeim til að borga skatta frá 16 ára aldri og ýmislegs annars. Ég spyr mig bara: Hví ekki að kjósa líka?