148. löggjafarþing — 44. fundur,  23. mars 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[18:42]
Horfa

Óli Björn Kárason (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil bara benda hv. þingmanni á eitt vandamál og hann getur kannski hjálpað mér. Hann getur kannski leyst úr því vandamáli. Hvernig á að leysa það vandamál þegar ólögráða unglingur mætir á kjörstað í næstu sveitarstjórnarkosningum með foreldrum og þau vilja fara með honum inn í kjörklefann? Hann á kröfu til þess. Hvernig ætlar hann að tryggja það að viðkomandi ólögráða, ósjálfráða einstaklingur kjósi samkvæmt eigin samvisku? Hvernig ætlar hann að tryggja rétt 16 ára unglings sem kemst að því að hann er ekki á kjörskrá og foreldrar viðkomandi, forráðamenn viðkomandi, neita að kæra hann inn á kjörskrá? Þetta er eitt af vandamálunum. Nú ætlar hv. þingmaður að leysa það.