148. löggjafarþing — 44. fundur,  23. mars 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[18:43]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Byrjum á kærunni. Þetta er orðatiltæki í rauninni, að kæra inn á kjörskrá. Samkvæmt kosningalögum biður maður um að verða færður inn á kjörskrá, það er ekkert um kæru þar eða neitt slíkt ferli. Maður sendir einfaldlega beiðni til þjóðskrár og segir: Ég vil fá að vera á kjörskrá. Takk. Hérna er eyðublaðið o.s.frv. Ekkert flókið við það. Það varð nú atvik í síðustu kosningum sem varð að blaðamáli þar sem þingmaður kom með barn inn í kjörklefa. Það er ekkert öðruvísi. Það má ekkert, það var samt gert, heimurinn fórst ekki. En í þessu tilviki er það mjög augljóst að það er réttur barnsins að fá að fara inn í kjörklefa án foreldranna og foreldrarnir mega ekki fara með, alveg eins og þessi sem var sjö ára eða hvað sem hún var gömul sem mátti ekki fara með fullorðnum einstaklingi þangað inn. (Gripið fram í.)Mátti samt ekki fara með. (Gripið fram í.)Nei, hún mátti það ekki. Það var mikið mál gert úr því einmitt.

Þetta er rosalega einfalt. Ég skil ekki hvað er flókið við þetta í rauninni. (Forseti hringir.) Það er gert ráð fyrir þessu öllu í lögunum.