148. löggjafarþing — 45. fundur,  9. apr. 2018.

hjúkrunar- og dvalarrými í Stykkishólmi.

[15:45]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Hv. þingmanni til aðstoðar er þessi fjárhæð væntanlega merkt Heilbrigðisstofnun Vesturlands og þá er um að ræða í raun og veru sjúkrahúshlutann en eins og hv. þingmaður bendir á er það fjármagn sem hefur verið eyrnamerkt hjúkrunarheimilinu eða hjúkrunarrýmunum í raun og veru til ráðstöfunar en það var ekki hægt að hefjast handa við úrvinnslu á því fé fyrr en hitt lægi fyrir þar sem þetta tengist eins og hv. þingmaður fór yfir í fyrirspurn. Samkvæmt mínum skilningi er ekkert því til fyrirstöðu að hefja framkvæmdir hvað það varðar síðar á þessu ári eða snemma á því næsta, að því gefnu að Alþingi afgreiði fjármálaáætlun.