148. löggjafarþing — 45. fundur,  9. apr. 2018.

viðbrögð við fjölgun ferðamanna.

305. mál
[17:25]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P):

Herra forseti. Við ræðum hérna viðbrögð við fjölgun ferðamanna. Þá vil ég aftur taka upp KPMG-skýrsluna um framtíð ferðaþjónustunnar þar sem áhættuþættir hafa verið teknir saman og Vegvísi í ferðaþjónustu, hvort tveggja gert 2016. Það er svo mikið af góðum upplýsingum sem við höfum. Nú er bara spurning hvort ráðherra sé þess megnugur að framfylgja því. Við vitum hvað þarf að gera. Við skulum ekki dæma ráðherra enn þá, það er of stutt liðið myndi ég segja til þess að geta dæmt ráðherra vegna þess að við skulum dæma af verkunum, en hvað þarf að gera er mjög skýrt. Ég vona virkilega að þessum ráðherra takist að gera þetta af því að þessi málaflokkur hefur verið vanræktur svo ofboðslega lengi, það er uppsafnaður svo mikill vandi. Ég vil því bara óska ráðherra, svo ég nefni hana nú á nafn, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, lengsta nafnið hérna og ég er málhaltur hvað nöfn varðar, (Forseti hringir.) farsældar í þessu verkefni. Ég vona að þetta gangi vel.