148. löggjafarþing — 45. fundur,  9. apr. 2018.

viðbrögð við fjölgun ferðamanna.

305. mál
[17:28]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Það málefni sem hér um ræðir og fyrirspurnir frá hv. þm. Ara Trausta Guðmundssyni eru mikilvægar. Ég velti fyrir mér ýmsu er varðar björgunarsveitirnar. Fólk gengur í björgunarsveitir í ljósi þess að verða sjálfboðaliðar og leggur fram mikla vinnu varðandi það. Óskin þarf að koma frá þeim ef á að breyta einhverju fyrirkomulagi. Landverðir eru mjög mikilvægir alls staðar sem þeir eru. Mér hugnast mjög vel allar hugmyndir um samþættingu og samnýtingu á vinnuafli og vinnukrafti. Við erum með lögregluskóla, sérmenntaða lögreglumenn, ætlum svo að mennta sérstaklega landverði og gerum það, það er mjög mikilvægt. En þá þurfum við að hafa eitthvert sérstakt form á því hvernig við ætlum að samtvinna það. Einstaklingurinn þarf að geta valið að gerast lögreglumaður og mennta sig svo sérstaklega sem landvörður. Það held ég að gæti bara orðið mjög gagnlegt. Væri gaman að heyra af því.