148. löggjafarþing — 45. fundur,  9. apr. 2018.

lög um félagasamtök til almannaheilla.

407. mál
[18:01]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrir þessa ágætu umræðu. Hún er þess eðlis að við getum ekki látið hana fara fram hjá okkur. Við vitum öll að frjáls félagasamtök skipta gríðarlega miklu máli í samfélagi okkar og margir Íslendingar hafa tekið þátt í starfi þeirra. Það verður seint metið til fjár. Við vitum hvaða afl felst í þeim.

Í tíu ár hefur staðið yfir vinna við að skýra lagaumhverfi þeirra. Það er gott að eitthvað hefur miðað og ýmislegt hefur gerst. Það er afskaplega gott að vita það. Því að það er mikilvægt að tryggja sem besta umgjörð utan um þetta. En ég vil hvetja okkur til þess, þegar við förum af stað og áfram í þessa vinnu, að við flækjum hana ekki um of fyrir lítil félagasamtök þannig að við séum að flækja starfið hjá þeim um of eins og okkur hættir stundum til að gera.