148. löggjafarþing — 45. fundur,  9. apr. 2018.

frumvarp til laga um breytingar á almennum hegningarlögum um bann við umskurði drengja.

413. mál
[18:47]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F):

Hæstv. forseti. Við ræðum fyrirspurn sem tengist frumvarpi, sem er í allsherjar- og menntamálanefnd til umfjöllunar, um bann við umskurði á drengjum. Fram hefur komið í umræðunni að óvenjumargar umsagnir hafa komið erlendis frá um þetta mál. Umsagnirnar eru um 100 og má segja að þær skiptist í tvo þætti, annars vegar réttindi barna, og ég held að við séum öll sammála um að þau séu óvefengjanleg, en hins vegar verður manni síðan ljóst af lestri þessara umsagna að þetta tengist trú, menningu, þjóðarvitund og sögulegri vitund meira en mann óraði fyrir. Þess vegna vil ég taka undir með þeim sem hér hafa talað og það sem hæstv. ráðherra kom inn á að mikilvægt er að nálgast þetta mál af meiri (Forseti hringir.) virðingu og nærfærni en oft áður.