148. löggjafarþing — 46. fundur,  10. apr. 2018.

heilbrigðisþjónusta o.fl.

426. mál
[16:16]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir þessa ábendingu. Eins og fram kemur í hennar máli þá er þetta kannski ekki þáttur sem varðar akkúrat efni frumvarpsins en er sannarlega umfjöllunarefni. Ég hef átt fundi í velferðarráðuneytinu sem lúta einmitt að mismunandi samsetningu íbúa á hjúkrunarheimilum og þar með getur maður sagt mismunandi kostnað við þá þjónustu sem þar er veitt. Þetta er eitt af því sem er horft til. Ég held að það séu engar ýkjur að við séum mjög meðvituð um þennan þátt í velferðarráðuneytinu við úrlausn slíkra álitamála, en hér er í raun og veru fyrst og fremst um að ræða þá réttarbót að við getum ekki mismunað fólki eftir aldri inn í þetta tiltekna heilbrigðisúrræði.