148. löggjafarþing — 46. fundur,  10. apr. 2018.

heilbrigðisþjónusta o.fl.

426. mál
[16:18]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég þakka enn fyrir þessar ábendingar. Þetta er einn af þeim þáttum sem við þurfum að vera með undir þegar við erum að reyna að ná yfirsýn yfir þau þjónustuúrræði sem þegar eru fyrir hendi og síðan að skoða bæði hvernig breytt aldurssamsetning og breytt afstaða til heilbrigðis- og félagsþjónustu kallar eftir nýjum og breyttum úrræðum og öðruvísi samsetningu þeirra. Þetta er einn af þeim þáttum sem þar þarf að vera undir. Ég vænti þess að í stefnumótun í heilbrigðismálum séu þessir þættir til umfjöllunar og þakka hv. þingmanni fyrir þá ábendingu.