148. löggjafarþing — 46. fundur,  10. apr. 2018.

heilbrigðisþjónusta o.fl.

426. mál
[16:29]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég geri ráð fyrir að hv. velferðarnefnd sendi málið til umsagnar og þar með fái Samband íslenskra sveitarfélaga aðkomu að því. Það er mín afstaða, rétt eins og hv. þingmanns sem kom fram í fyrra andsvari, að hér sé fyrst og fremst um að ræða réttlætismál sem er ívilnandi og til bóta fyrir íbúa í þessu landi. Hér er mál sem með góðum vilja ætti að vera eitt af þeim sem þingmenn þvert á flokka ættu að geta sammælst um að ljúka í þinginu sem réttarbót fyrir Íslendinga.