148. löggjafarþing — 46. fundur,  10. apr. 2018.

lyfjalög.

427. mál
[17:02]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hvað varðar þessa spurningu verð ég að viðurkenna að ég hef ekki endanlegt svar við henni, en ég hefði haldið að svo væri. En hins vegar eru hér ákveðnar reglugerðarheimildir þar sem þetta verður allt saman útfært betur og skýrar. Mér finnast þó spurningar hv. þingmanns bera það með sér að þó að hann opni hér samtalið við mig með þeim formerkjum að hann hafi enga þekkingu á þessum geira sé hann hins vegar það vel að sér varðandi kaup og sölu á ýmsum varningi að hann geti haft ýmislegt fram að færa í þessari umræðu eins og í mörgum öðrum. En ég myndi halda að svarið við spurningu hv. þingmanns væri játandi, þó með þeim fyrirvara að ég er ekki fullviss um það. En reglugerðarheimildin mun að öllum líkindum a.m.k. skerpa á því sem hér er á ferðinni.