148. löggjafarþing — 46. fundur,  10. apr. 2018.

stjórn fiskveiða.

429. mál
[20:42]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur fyrir þessi ágætu svör. Hún gefur vilyrði fyrir því að þetta verði skoðað, sérstaklega með ufsann, og líka með þessa mánuði, að þetta verði þá innan hvers mánaðar. Ég er virkilega ánægður að heyra það því að ég óttast að á þeim stöðum þar sem mikill afli er eins og t.d. á svæði A og B og jafnvel C verði aflinn kláraður þegar líður á sumarið og þá verði lokað í lok júlí og jafnvel ágúst á önnur svæði, og öll svæði. Það verður til þess að menn vilja byrja á því svæði þar sem mest von er um mestan afla, að sjálfsögðu. Maður myndi gera það sjálfur.

Ég þakka kærlega fyrir þessi svör sem voru ansi góð og vil benda á svar hæstv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Bjarna Jónssonar sem gefur góða heildarmynd af þessum strandveiðum. (Forseti hringir.) Mjög fróðlegt aflestrar.