148. löggjafarþing — 47. fundur,  11. apr. 2018.

lágmarksellilífeyrir.

[15:19]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Ég þakka ráðherra fyrir að hafa minnt á það þegar Samfylkingin kom hér og reyndi að taka til eftir óráðsíu Sjálfstæðisflokksins undanfarna áratugi (Gripið fram í: Heyr, heyr.) í búskapnum á Alþingi og í ríkisrekstri, af því að það var það sem Samfylkingin reyndi að gera þau fjögur ár sem hæstv. ráðherra hamaðist í stjórnarandstöðu gegn öllum góðum verkum við tiltektina. Það var mjög gott.

Hér var spurt hvers vegna var verið að segja ósatt í Kastljóssþætti ríkissjónvarpsins þegar fullyrt var að lágmarkslífeyrir væri 300.000 kr. Heimilisuppbótin er eingöngu fyrir einn af hverjum fjórum sem fá þennan lífeyri. Það er ekki lágmarkslífeyrir. Það er heimilisuppbót sem er til viðbótar fyrir einungis fjórðung af þeim sem fá þennan lífeyri. Hvernig stendur þá á því að sá sem fer með fjárveitingavaldið lætur eins og þetta sé eitthvað sem allir (Forseti hringir.) fá? Þetta er bara ósatt, herra forseti.