148. löggjafarþing — 47. fundur,  11. apr. 2018.

kvennadeildir Landspítalans.

[15:26]
Horfa

Halldóra Mogensen (P):

Forseti. Ég var búin að rita hérna hjá mér eitthvað fyrir annað hollið sem ég er að spá í að sleppa og hafa þetta einfalt. Ég er ekki í einhverri keppni um hverjum þyki vænst um ljósmæður. Ég geri mér fulla grein fyrir því að hæstv. ráðherra á börn. Ég á börn. Við eigum flest börn og skiljum alveg hversu mikilvægt starf ljósmæðra er. Það sem ég spyr hæstv. ráðherra um er: Hver ber ábyrgð á neikvæðum afleiðingum uppsagna ljósmæðra fyrir samfélagið og fyrir konur og börn sérstaklega? Ljósmæður eru að segja upp og ef við náum ekki samningum, hver ber endanlega ábyrgð á þeim neikvæðu afleiðingum sem það hefur fyrir samfélagið að missa þessar konur úr vinnu og af spítalanum í aðra vinnu, af því að launin þeirra eru ekki nægilega góð? Hver ber ábyrgð? Það er eina svarið sem ég vil fá.