148. löggjafarþing — 47. fundur,  11. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[17:28]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla að byrja á því sem endað var á hér. Ég kannast ekki við það að hafa kallað eftir einhverju útgjaldaþaki, alls ekki. (Gripið fram í.)Ég hef ekki kallað eftir útgjaldaþaki, svo að það sé bara sagt. Við höfðum miklar athugasemdir við þessa reglu, svo að hv. þingmaður taki þá allt með í reikninginn, 7. gr. laganna — já, 7. gr. laganna, flettu henni upp og sjáðu hvaða athugasemdir ég gerði.

13% aukning á nemanda á milli áranna 2018 til 2020, er það ekki eitthvað? Nemendum fækkar. Þó að fjármunirnir aukist ekki um marga milljarða, þá erum við með færri nemendur sem þarf að fjármagna. Það má auðvitað leika sér með tölur og allt það, en ekki er hægt að neita því að ef þú ert með færri hausa en færð sama pening þá hlýtur að vera meira á hvern haus. Það er alla vega mín reikniregla.

Varðandi bankaskattinn þá verð ég að segja að ég lít þannig á, og auðvitað krefst þess, að þegar bankaskattur lækkar (Forseti hringir.) sjái menn það í vaxtamun. Það hlýtur að vera forsenda þess, annars er tilganginum ekki náð.