148. löggjafarþing — 47. fundur,  11. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[17:41]
Horfa

Ólafur Ísleifsson (Flf) (andsvar):

Herra forseti. Ég vona að hv. þingmaður fyrirgefi mér þótt ég vitni í helga bók og segi: „Kona, mikil er trú þín“ að telja að beint samband sé á milli skattlagningar af því tagi sem við erum að tala um og vaxtanna sem bankarnir krefja. Af hverju segi ég þetta? Vegna þess að bankarnir starfa ekki í neinu því umhverfi sem hægt er að kalla með nokkrum hætti samkeppnisumhverfi þannig að þeir hafa allt önnur tök á því að verðleggja þjónustu sína en ella væri.

Ég verð líka að segja, svo ég vitni í annað höfuðrit. Það er þannig að Njáll lét segja sér þrim sinnum áður en hann trúði. Ég verð að leyfa mér að segja, hv. þingmaður, að það verður að segja mér a.m.k. þrim sinnum að það sé leiðin til þess að byggja upp traust og öflugt velferðarsamfélag á Íslandi að gefa eftir gagnvart þeim sem standa fjármagnsmegin í tilverunni, (Forseti hringir.) þá ekki síst vogunarsjóðunum, meira en 60% af því (Forseti hringir.) sem á þessa aðila eru lagt á þessu ári.