148. löggjafarþing — 47. fundur,  11. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[18:12]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna sem snýr að Hugarafli sem unnið hefur gott starf á þessu sviði og hjálpað mörgum sem þurft hafa að leita sér aðstoðar. Þetta mál hefur verið í umræðunni. Almennt séð höfum við byggt upp ákveðna menningu í íslensku samfélagi sem snýr að því að sjálfboðaliðafélög, sjálfseignarstofnanir eru reknar af miklum áhuga og ástríðu fyrir hlutunum þar sem þörf er á, og það í sjálfboðavinnu. Þar er unnið feikilega gott starf og verður það seint metið til fjár.

Hugarafl er ein af þeim stofnunum. Síðan verðum við að fara í gegnum hver staðan er gagnvart þeirri geðheilbrigðisstefnu sem hæstv. ráðherra hefur boðað.