148. löggjafarþing — 47. fundur,  11. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[18:17]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ein spurning í viðbót. Hvað fékk hver flokkur mikið til úthlutunar í svona gæluverkefni hingað og þangað, eða góð verkefni, ekki endilega gæluverkefni, í t.d. heilbrigðiskerfið o.s.frv.?

Ég ítreka enn og aftur spurninguna um útgjöldin, svo ég sé ekki að bæta við þessa mínútu, að fjármálaáætlunin gerir ráð fyrir hærri útgjöldum, augljóslega, en á sama tíma að veikja eða lækka tekjustofnana með lækkun t.d. neðra tekjuskattsþrepsins. Ég ítreka, hvers konar hagstjórn er það? Hvernig gengur það upp í rauninni þegar við, miðað við allar hagspár, erum á leiðinni niður í hagsveiflunni og höfum verið vöruð við því að þær stoðir sem standa undir tekjum ríkissjóðs séu einmitt veikar þegar fer að halla undan fæti í hagvextinum?