148. löggjafarþing — 47. fundur,  11. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[18:18]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Birni Leví Gunnarssyni mjög góðar spurningar.

Þegar við tölum um það hvað hver flokkur fékk mikið veit hv. þingmaður auðvitað að það er vonlaust að ætla sér að draga það fram í einhverjum fjárhæðum, ekki nema við gætum þá farið í ráðherrana og leikið okkur eitthvað með það að eyrnamerkja hverjum ráðherra úr hverjum flokki fyrir sig hvað fer í málefnasviðin. En ég get bara sagt að þetta er stórt samvinnuverkefni, það er ekkert öðruvísi.

Framsóknarflokkurinn var einu sinni með ágætisslagorð; vinna, vöxtur, velferð. Velferðin byggir á öflugu atvinnulífi og við erum í raun og veru að flytja hluta af góðærinu til almennings. Ég fagna því alltaf þegar við erum í færum til að lækka álögur á almenning og fyrirtæki eins og við erum að gera. Reyndar með mjög hógværum hætti.