148. löggjafarþing — 47. fundur,  11. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[21:21]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Þá er eins og áður sagði lokið fyrsta hluta á hinum almenna hluta umræðu um fjármálaáætlun.

Þrátt fyrir tilkynningu forseta í upphafi þingfundar í dag um að fagráðherrar myndu taka til máls á morgun um einstaka málaflokka, þá hefur orðið að ráði að forseti hyggst víkja frá þeirri áætlun, þannig að nú mun félags- og jafnréttismálaráðherra gera grein fyrir sínum málaflokkum og taka þátt í umræðum um þá. Ráðherra hefur fimm mínútur í upphafi til að fjalla um málaflokka sína. Síðan hafa þingmenn, einn frá hverjum stjórnarflokki að undanskildum þingmönnum úr flokki ráðherrans og tveir frá hverjum stjórnarandstöðuflokki, tök á að beina fyrirspurnum til ráðherrans.

Í fyrri umferð hafa þingmenn og ráðherrar tvær mínútur tvisvar sinnum, en í síðari umferð tvær mínútur í fyrra sinn og eina mínútu í síðara sinn. Andsvör eru ekki leyfð.

Hefst þá umfjöllun um málasvið hæstv. félags- og jafnréttismálaráðherra, Ásmundar Einars Daðasonar.