148. löggjafarþing — 48. fundur,  12. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[13:34]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Það er ekki skrýtið að það sé komið á bið. Sveitarfélögin eru miklu nær því að fara að skila rekstrinum, þau sem þó hafa hann. Þau geta ekki boðið sínu fólki upp á að vera að taka af annarri ólögbundinni og jafnvel lögbundinni þjónustu til að kosta eitthvað sem ríkið á að greiða. Það er bara ekki rétt hjá hæstv. ráðherra að þetta sé fullfjármagnað. Ég er búinn að slá á hvað fermetrinn kostar í þessu og hvað þetta eru mörg rými. Mér telst svo til að hér sé þetta fjármögnun, ef notað er allt fjármagnið, 5 milljarðar, fyrir 125 plássum. Þá er eftir þessi endurhæfing sem er talað um, þá er eftir að reka þetta og bæta inn í rekstrargrunninn, þá er líka eftir að bæta inn þessum 240 rýmum sem eiga að fara í endurbyggingu því við þekkjum að það er ekki ódýrt að breyta eldgömlu húsnæði og aðlaga að nútímaþörfum.

Það er gott að verið sé að bæta í, vissulega. Ég skal styðja ráðherra til þess. En það er ekki gott (Forseti hringir.) og fallegt að segja þjóðinni að maður ætli að gera eitthvað en efna það svo ekki.