148. löggjafarþing — 48. fundur,  12. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[14:22]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Í þessu samhengi er rætt um tekjuöflun er snýr að öllum þeim þáttum sem eru undirliggjandi á útgjaldahlið þessarar þingsályktunartillögu. Áður en ég kom hér upp var rætt um kolefnisgjaldið. Eru fleiri svokallaðir grænir skattar til skoðunar í samstarfi umhverfisráðuneytis og fjármálaráðuneytis en þeir sem við þekkjum í dag? Ef svo er, hverjir eru þeir helstir? Og af þeim sem við þekkjum í dag og eru hluti af tekjustofni ríkissjóðs, hverja er verið að skoða til hækkunar? Ég gef mér að ekki verði oftar lagt til atlögu varðandi þessa 10% hækkun kolefnisgjaldsins sem verið hefur tvisvar sinnum. Það væri áhugavert að heyra svör ráðherrans hvað það varðar.