148. löggjafarþing — 48. fundur,  12. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[15:13]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir gott svar. Ég geri mér grein fyrir því að það er við ramman reip að draga í þessu efni og þar sem þingið er annars vegar. Við sáum standa í þessum ræðustól í gær hv. formann umhverfis- og samgöngunefndar, Bergþór Ólason, og tala gegn almenningssamgöngum. Þetta eru landlæg viðhorf sem við er að etja.

Nú er ég að reyna að flýta mér af því tíminn er að verða búinn hjá mér. Mig langar að víkja talinu örstutt í lokin að málefnum hafsins. Það er fjallað hér og þar um málefni hafsins í fjármálaáætlun, en mér finnst samt dálítið óljóst enn þá hvort þess sé að vænta að ríkisstjórnin muni móta heildstæða stefnu (Forseti hringir.) í þessu mikilvæga málefni.