148. löggjafarþing — 48. fundur,  12. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[16:57]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Þegar maður horfir á kúrfur getur maður séð ágætlega annaðhvort hver þróunin hefur orðið eða hver þróunin verður. Þegar kúrfa rís hátt upp en fer svo jafn harðan niður aftur, eins og er í framlögum til vegamála, hlýtur maður að draga þá ályktun að menn telji að eftir að 16 milljarðar eru komnir inn í kerfið sé hluturinn kominn í gott lag.

Af hverju í ósköpunum er talan árið 2023 lægri en hún er í upphafi tímabilsins? Og ef það vantar peninga inn í kerfið, af hverju eru menn að gefa eftir 20–30 milljarða af tekjustofnum ríkissjóðs frá fjármálaáætlun Benedikts Jóhannessonar úr síðustu ríkisstjórn? Af hverju í ósköpunum, þegar fyrir liggur að það vantar þessa peninga?