148. löggjafarþing — 48. fundur,  12. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[18:52]
Horfa

Olga Margrét Cilia (P):

Ég þakka fyrir þessi svör. Þá langaði mig bara aðeins að drepa á málum leik- og grunnskóla. Er gert ráð fyrir auknu fjármagni inn í leik- og grunnskóla? Þá er ég helst að hugsa hvort gert sé ráð fyrir fjármagni þannig að þeir kennarar sem eru þar til staðar geti nýtt fagmenntun sína á þann hátt sem þeir telja að henti best kennsluumhverfinu? Hvernig ætlar ráðherra að tryggja fjölgun faglærðra kennara á leik- og grunnskólastigi þar sem lítur út fyrir að þeim muni fækka á næstu árum?