148. löggjafarþing — 48. fundur,  12. apr. 2018.

fjármálaáætlun 2019--2023.

494. mál
[22:00]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. utanríkisráðherra fyrir greinargóð svör. Ég vil koma aðeins inn á það að ég fagna auknum fjárveitingum til þróunarsamvinnu og í því sambandi er mjög mikilvægt að nýta fjármunina sem best. Ég þekki þetta aðeins þar sem ég starfa á þessum vettvangi. Ég hef séð að það skiptir verulega máli hvaða starfsfólk við ráðum til starfa í þessum geira. Í Mið-Austurlöndum er t.d. mikil þörf fyrir ljósmæður. Það hefur verið fjallað töluvert um þær hér í þessum sal undanfarið. Ég vil hvetja hæstv. ráðherra til að skoða það að ráða meira af heilbrigðisstarfsfólki í þessi störf, t.d. ljósmæður. Nú eru held ég um 30 ljósmæður að verða lausar til starfa, þannig að það er hægt að kanna það.

Auk þess vil ég að lokum aðeins spyrja, og nú er tími minn búinn, hæstv. ráðherra í lokin (Forseti hringir.) hver sé ávinningur okkar af framboði okkar til (Forseti hringir.) UNESCO. Nú kostar þetta 50 milljónir. Það er gott að vita hver ávinningurinn er.