148. löggjafarþing — 51. fundur,  16. apr. 2018.

skipulag haf- og strandsvæða.

425. mál
[16:47]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Guðmundur Ingi Guðbrandsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir andsvarið. Ég vil bæta við fyrra svar að sveitarfélögin koma náttúrlega að þessari vinnu með ríkari hætti en ég lýsti áðan á þeim stutta tíma sem ég hafði, m.a. að þegar lýsing á skipulaginu fer fram er það líka opið til almennra umsagna og í allri vinnslunni. Sveitarfélögin eru með fulltrúa í svæðisráðinu og þeir eru að sjálfsögðu jafnsettir hinum fulltrúunum þegar verið er að ræða þetta en ef síðan þarf að koma til atkvæðagreiðslu er alveg ljóst, eins og hv. þingmaður nefnir, að þar er meiri hlutinn á forræði ríkisins. Ég reyni að koma að því að svara hinum hluta spurningarinnar á eftir.