148. löggjafarþing — 51. fundur,  16. apr. 2018.

skipulag haf- og strandsvæða.

425. mál
[16:58]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Má ég þá skilja svarið þannig að þarna sé skörun þannig að þeir málaflokkar mætist þarna einhvers staðar verði þetta frumvarp að lögum?

Þá kemur upp um leið vangavelta í sambandi við netlög, t.d. í sambandi við grásleppuveiðar. Reyndar eru engar eða litlar selveiðar í gangi í dag, það eru netlög þar líka, þannig að þá er ekki hægt að tala um árekstra heldur í þeim málum.

Ég fagna því að öðru leyti að þetta frumvarp sé komið fram. Ég er ekki búinn að lesa mig í gegnum það þannig að þetta á eftir að ræða betur og málið fer aftur inn í nefnd.

Við þurfum að ganga (Forseti hringir.) vel um auðlindina okkar, ég er alveg sammála því.