148. löggjafarþing — 52. fundur,  18. apr. 2018.

framkvæmd alþjóðlegra skuldbindinga er varða flutning á vopnum.

498. mál
[15:05]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Hæstv. forseti. Ég þakka forseta fyrir þá athugun sem hann hefur framkvæmt á þessu máli og tel að það hafi orðið til þess að lagfæra það. Ég er hins vegar enn þeirrar skoðunar að málið ætti fremur heima á borði hæstv. samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra eins og fram hefur komið á fyrri stigum málsins. Það hefur aldrei verið ágreiningur um að eðlilegt væri að kallað væri eftir upplýsingum af þessu tagi en það hefur hins vegar verið álitamál með hvaða hætti það væri borið fram hér.

Ég tel að það sé a.m.k. gott ef lyktir fást í þetta mál, en sit hjá við atkvæðagreiðsluna í ljósi þeirrar afstöðu minnar að meginefni og kjarni fyrirspurnarinnar eða skýrslubeiðninnar lúti að málefnum sem heyra undir verksvið samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og því hefði ég talið eðlilegt að málið færi í þann farveg.