148. löggjafarþing — 53. fundur,  23. apr. 2018.

varamenn taka þingsæti.

[15:02]
Horfa

Forseti (Guðjón S. Brjánsson):

Borist hefur bréf frá 4. þm. Reykv. s., Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, um að hún geti ekki sótt þingfundi á næstunni. Eins og tilkynnt var um á vef Alþingis tók 1. varamaður á lista Pírata í kjördæminu, Olga Margrét Cilia, sæti á Alþingi föstudaginn 20. apríl. Olga Margrét Cilia hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa að nýju.

Einnig hafa borist bréf frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur um að hún geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni og frá formönnum þingflokka Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins um að Brynjar Níelsson og Bergþór Ólason geti ekki sinnt þingstörfum á næstunni. Í dag taka því sæti á Alþingi sem varamenn fyrir þau Fjölnir Sæmundsson, Hildur Sverrisdóttir og Jón Þór Þorvaldsson.

Hildur Sverrisdóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er boðin velkomin til starfa að nýju.

Kjörbréf Fjölnis Sæmundssonar og Jóns Þórs Þorvaldssonar hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt, en þeir hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

[Fjölnir Sæmundsson, 3. þm. Suðvest., og Jón Þór Þorvaldsson, 4. þm. Norðvest., undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni.]