148. löggjafarþing — 54. fundur,  24. apr. 2018.

stjórn fiskveiða.

429. mál
[16:30]
Horfa

Frsm. atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Það var auðvitað búið þannig um málið að það væri verið að breyta þessu með að setja ákveðið magn í hvert hólf. Þar sem allir eiga að sitja við sama borð og fá 12 daga þá á ekki að skipta máli að vera með magn í hverju hólfi vegna þess að meiningin er ekki að stoppa í hverju hólfi eins og er í dag þegar magn klárast. Grundvallarhugsunin um sjálfbærni á bak við tilraunina er að það magn sem við höfum úr að spila dugi fyrir þessa tilraun, ef hún á að vera marktæk. Ráðuneytið hefur talað um að það séu 80% líkur á að það magn sem við höfum í dag, en vitum í raun ekki hvað kæmi til með að verða laust þegar líður á sumarið, dugi fyrir þessari tilraun. Samkvæmt svari ráðuneytisins við spurningu sem kom frá Bjarna Jónssyni, varaþingmanni VG, þá (Forseti hringir.) myndu 48 dagar á hvern bát vera eitthvað um 10.300 tonn. Við erum að tala um 11.500 föst í hendi.