148. löggjafarþing — 55. fundur,  25. apr. 2018.

þjónusta við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir.

26. mál
[16:22]
Horfa

Anna Kolbrún Árnadóttir (M) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég styð auðvitað þetta góða mál og fagna því hér að við höfum satt að segja loksins náð nokkurn veginn til lands. Það hefur verið gott samtal og samráð við fagaðila og við í Miðflokknum fögnum mjög í dag.

Ég vil einnig taka fram að ákvæði til bráðabirgða tryggir að lögin verða endurskoðuð þegar reynsla er komin á þau því að tilgangurinn með þeim er að uppfylla samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks.

Það er líka mikilvægt í framhaldinu að minna á að fatlað fólk á aðkomu að samráðsnefnd í málefnum þess sem gagnast þá samfélaginu öllu.