148. löggjafarþing — 55. fundur,  25. apr. 2018.

um fundarstjórn.

[17:01]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg):

Herra forseti. Varðandi það mál sem hv. þingmaður tók hér upp get ég alveg tekið undir það varðandi innflutningskvóta á ostum sem við ræddum í atvinnuveganefnd að það var skilningur nefndarmanna þegar búvörusamningurinn var afgreiddur og kom fram í nefndaráliti að vilji væri til þess að heimila flýtingu á ákveðnu magni af sérmerktum ostum. Við í nefndinni höfðum hug á að taka það mál upp og fengum mann frá ráðuneytinu til að ræða það en fengum vissulega þau skilaboð að ráðherra ætlaði að flytja málið sjálfur. Ég er tilbúin að beita mér fyrir því að liðka fyrir þessu máli ef ég hef einhverja möguleika á því vegna þess að þetta er þannig mál að menn í atvinnuveganefnd voru sammála um það á sínum tíma að það væri hluti af samkomulagi með búvörusamningnum.