148. löggjafarþing — 55. fundur,  25. apr. 2018.

um fundarstjórn.

[17:03]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Ég vil sérstaklega koma hér upp til að þakka hv. þm. Lilju Rafneyju Magnúsdóttur fyrir að taka mjög jákvætt í þetta mál og hjálpa til við að hraða því í gegnum þingið. Ég held að þetta sé eitt af þeim málum sem við eigum að taka saman höndum um. Það er skýr vilji, að því er ég best veit, í nefndinni og í þinginu. Ég held að við verðum að sameinast um að hvetja ráðherrann til dáða eða þá að nefndin sjálf klári málið á morgun. Ég er viss um að þingheimur mun hjálpa til við að koma málinu hratt og vel í gegn og með afbrigðum ef þess þarf.