148. löggjafarþing — 57. fundur,  26. apr. 2018.

þjónusta við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.

26. mál
[13:38]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg):

Herra forseti. Það er með mikilli ánægju sem ég greiði hér atkvæði með frumvarpi þar sem verið er að gera mjög mikilvæga breytingu á þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Hér erum við að lögfesta NPA en við erum líka að lögfesta ýmsar réttarbætur í þjónustu við fatlað fólk sem fær annars konar þjónustu en NPA, þannig að þetta er söguleg stund. Hér heyrist mér Alþingi vera að samþykkja þetta frumvarp samhljóða og á eftir munum við greiða atkvæði um frumvarp sem hefur ýmsar réttarbætur í för með sér varðandi samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Ég held að þetta sé mjög góður dagur fyrir íslenskt samfélag, við erum að taka mikilvæg skref. Þetta eru mjög mikilvægar breytingar og nú höldum við bara áfram á þeirri vegferð sem við erum komin á hérna.

Aftur, ég er rosalega glöð að geta greitt þessu frumvarpi jákvætt atkvæði mitt. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)