148. löggjafarþing — 57. fundur,  26. apr. 2018.

stjórn fiskveiða.

429. mál
[13:57]
Horfa

Frsm. atvinnuvn. (Lilja Rafney Magnúsdóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Eins og kemur fram er þetta mál sem atvinnuveganefnd flytur og að frumkvæði atvinnuveganefndar. Við höfum talað um það hér á þingi að efla þingið og löggjafann. Það er gott að það kemur ekki allt frá framkvæmdarvaldinu. Við þingmenn höfum tillögurétt og getum flutt mál. Það gerðum við hérna í samstöðu við atvinnuveganefnd. Ráðherra hefur fylgst mjög vel með þessu máli og veit hvernig það snýr. Hann treystir nefndinni til að ljúka málinu. Þannig liggur það. Ráðherra hefur fylgst með framgangi þessa máls. Þetta er á forræði atvinnuveganefndar þar sem fólk situr úr öllum flokkum, áheyrnarfulltrúi frá Viðreisn. Þannig hefur þetta verið unnið þvert á flokka. Ráðherra veit vel hvað hér er á ferðinni og liggur undir.