148. löggjafarþing — 57. fundur,  26. apr. 2018.

stjórn fiskveiða.

429. mál
[13:58]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (M) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka þingmanninum svarið. Ég var nú ekkert að spyrja um hver flytti málið. Ég geri mér grein fyrir hver flytur það. Ég er hins vegar að kalla eftir hvort ráðherrann hafi komið fyrir nefndina og spyr þá bara skýrt: Kom sjávarútvegsráðherra fyrir nefndina og fjallaði um sína afstöðu til þessa máls? Má skilja orð þingmannsins þannig að ráðherra sé fylgjandi málinu?