148. löggjafarþing — 57. fundur,  26. apr. 2018.

stjórn fiskveiða.

429. mál
[14:49]
Horfa

Karl Gauti Hjaltason (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Smára McCarthy fyrir andsvarið. Þó að þetta sé rétt hjá hv. þingmanni fæ ég ekki betur séð en að 5.100 tonn séu meira en þriðjungurinn af 10.200 tonnum. Minn barnaskólalærdómur var sá að 5.000 væru helmingurinn af 10.000. Tölur um áætlanaveiði næsta sumar á svæði A eru 5.080 tonn. Áætlaður heildarafli í sumar er 10.237 tonn. Þetta eru tölurnar. Ég sé ekki betur en að þetta sé meira en þriðjungur.