148. löggjafarþing — 57. fundur,  26. apr. 2018.

stjórn fiskveiða.

429. mál
[15:01]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við stígum hér skref áfram í strandveiðum. Við stígum skref áfram hvað varðar öryggi strandveiðisjómanna þó að við stígum ekki öll skrefin í dag. En við stígum mikilvæg skref. Við erum líka að sýna fram á það að kerfið er sveigjanlegt. Við erum að taka veiðiheimildir sem hefðu átt að fara í línuívilnun, um þúsund tonna heimildir í þorski og færum það yfir á strandveiðar svo þær falli ekki niður. Við erum að sýna fram á að kerfið er að virka og við erum að stíga mikilvæg skref fram á við. Við þurfum að stíga fleiri góð skref. Við munum stíga þau í framtíðinni.