148. löggjafarþing — 57. fundur,  26. apr. 2018.

stjórn fiskveiða.

429. mál
[15:03]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég hef ekki verið lengi á þingi en ég hef ekki enn séð neitt mál sem engin áhætta fylgir. Það var alveg gríðarleg áhætta í LSR-málinu um árið sem og ýmsum öðrum málum. Hér er vissulega einhver áhætta en ég held að það sé búið að lágmarka hana nokkuð mikið. Málið er komið á það stig að mér líður nokkuð vel með það. Ég hefði að sjálfsögðu viljað að við gengjum lengra í mörgum þáttum, en ég óttast ekki afleiðingar þessa frumvarps. Ég held að þetta verði ágætt.

Reynslan mun síðan leiða eitthvað í ljós. Við hlökkum til að sjá niðurstöðurnar en kjarni málsins er að auðvitað hefðum við getað gert betur. Við hefðum t.d. getað farið í 100% með ufsaregluna. Ég fékk engin rök gegn því að fara þá leið. Þetta er samt nóg í bili, þetta er a.m.k. smáskref fram á við og við ætlum að njóta þess skrefs. Svo tökum við (Forseti hringir.) fleiri skref síðar.