148. löggjafarþing — 57. fundur,  26. apr. 2018.

kvikmyndalög.

465. mál
[16:56]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir að vekja máls á þessu. Það er alveg rétt, sem kemur fram í máli hennar, að konur hafa stýrt eða komið að mun færri kvikmyndum en karlmenn. Ég tek heils hugar undir það að við þurfum, þegar við erum að tala um opinberar fjárveitingar og styrki, að huga betur að því að jafnar sé gefið. Við höfum ekki mótað sérstaka stefnu hvað þetta varðar. Hins vegar erum við með mjög virka ráðherranefnd um jafnréttismál. Ég tel nauðsynlegt, áður en við stígum næstu skref, að við förum yfir þetta með það hugarfar að leiðarljósi að við ætlum að jafna leikinn enn frekar. Ég er opin fyrir öllum góðum hugmyndum hvað það varðar, hvernig við ættum að nálgast þetta.