148. löggjafarþing — 57. fundur,  26. apr. 2018.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

287. mál
[19:00]
Horfa

Hildur Sverrisdóttir (S) (andsvar):

Forseti. Ég þakka fyrir það enda ekki stórmál í hinu stóra samhengi hlutanna. Hér er fyrst og fremst um að ræða mikilvægt frumvarp um að leggja af einokunarfyrirkomulag ríkisins á löglegri neysluvöru. Um það snýst þetta þegar öllu er á botninn hvolft. Ég vil í framhaldinu, þar sem ég er ekki hér mjög oft, fá að hvetja ykkur til dáða við að klára þetta mál.

Það er búið að vinna mjög vel. Mjög margar athugasemdir voru teknar til athugunar og við þeim brugðist og ég get fullyrt að þær breytingar sem eru hér lagðar fram eru til bóta, þær eru nútímalegar og það er verið að bæta í forvarnir og alla almenna lýðheilsuumgjörð sem við viljum gjarnan státa okkur af þannig að ég þakka bara fyrir og óska ykkur góðs gengis.