148. löggjafarþing — 57. fundur,  26. apr. 2018.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

287. mál
[19:03]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta þingmál er lífseigur skratti. Hv. flutningsmaður sagði að 1961 hefði áfengisverslunin og tóbakssalan verið sameinuð í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Mig langar að fá svar frá hv. þingmanni um það hversu mikið áfengisneysla í hreinum vínanda á mann hefur aukist frá því að það var gert. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvað hann reiknar með að þetta frumvarp auki áfengisneyslu mikið í hreinum vínanda á mann. Síðast þegar við gerðum drastíska breytingu á áfengislögunum árið 1988, 1989 þegar bjórinn var leyfður hefur neysla vínanda á mann aukist úr 3,7 lítrum í 7 lítra. Nú langar mig til að spyrja hv. þingmann hversu mikið mun bætast við neyslu á hvern mann í hreinum vínanda á ári verði þetta frumvarp að lögum.

Númer 2. Hvernig sér hv. þingmaður tekjuöflunina fyrir sér? Nú borgar Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins (Forseti hringir.)áfengisgjald í ríkissjóð hálfsmánaðarlega. Reiknar hv. þingmaður með því að það verði svo áfram með þessar sérverslanir?