148. löggjafarþing — 57. fundur,  26. apr. 2018.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

287. mál
[19:05]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Þorsteinn Víglundsson. Til upplýsingar er 7 lítra talan frá 2012. Þá voru ferðamenn ekki jafn margir og þeir eru í dag. Úr sér gengið kerfi, segir hv. þingmaður. Svo vill til að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er á algerlega öndverðum meiði við hv. þingmann. Hún segir: Allar þjóðir í Evrópu ættu að fara í sama far og Íslendingar, Norðmenn, Svíar og Finnar til þess að draga úr skaðsemi áfengisneyslu.

Annað sem hv. þingmaður sagði var bætt vínmenning. Við erum með met í heimilisofbeldi. Það er enn verið að lemja menn úti á Austurvelli í skjóli nætur. Hófdrykkjan, hvað er hún að skaffa okkur? Í fyrsta sinn skorpulifur svo marktækt sé. Hvað skapar hana? Það er dagdrykkjan, hófdrykkjan. Hvernig er þetta bætt menning, hv. þingmaður? Mig langar að fá svar við því.

Eitt í viðbót um söluaukningin sem hefur orðið hér. Það var talað um aukningu í útibúum ÁTVR sem eru flest úti um land. Söluaukningin samkvæmt landlækni eru vínveitingastaðirnir, 1.250 (Forseti hringir.) leyfi sem voru 150 fyrir nokkrum árum síðan. Hvernig á þetta að laga stöðuna?