148. löggjafarþing — 57. fundur,  26. apr. 2018.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

287. mál
[19:12]
Horfa

Flm. (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Frú forseti. Svarið við spurningu hv. þingmanns er já. Ég er opinn fyrir því enda er ég sjálfur mikill aðdáandi þeirrar bjórmenningar sem orðið hefur til og oft og tíðum sprottið úr heimabruggi. Þessir smáframleiðendur á bjór, sem hafa sprottið upp mjög víða, eru orðnir mjög skemmtilegur partur af flórunni og búa til ákveðin sérkenni. Ég held að það sé gott fyrir okkur líka hvað varðar túrismann, varðandi hugmyndafræðina Beint frá býli og íslensk sérkenni; íslenskur bjór o.s.frv., sem er reyndar í mörgum tilfellum farið að flytja út. Ég held að það eigi klárlega að liðka fyrir þessu og gera þetta löglegt.