148. löggjafarþing — 59. fundur,  3. maí 2018.

kosningar til sveitarstjórna.

40. mál
[18:27]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þingmaður er hér í einhverjum pólitískum skylmingum að ýja að því að ég beri ekki traust til ríkisstjórnar. Ég nenni ekki að taka þátt í slíkum leik og spyr á móti hvort hv. þingmaður beri ekki traust til Alþingis. Ég tel að ríkisstjórnin hafi nóg að gera. Þetta er ekki í fyrsta skipti í sögunni sem gerðar eru breytingar á lögum um kosningaaldur. Hingað til hefur Alþingi bara tekist að gera það sjálft. Það þurfi ekki að leita til mömmu og pabba í ríkisstjórninni til að laga málin, Alþingi gat sjálft tekist á við það. Ríkisstjórnin sinnir sínu, við erum löggjafinn. Ég treysti Alþingi fullkomlega til að leiða fram vilja sinn í þessu máli.